Erlent

Kærastan beit eyrað af - hundurinn át það svo

Trevor Wainman.
Trevor Wainman.

Breski matreiðslumaðurinn Trevor Wainman átti sennilega versta dag lífs síns rétt fyrir jól 2009. Samkvæmt frétt á vefnum The Daily Mail var hann að fagna 44 ára afmælinu sínu í Hull þegar barþerna gaf honum bjór í tilefni dagsins.

Kærasta Wainman, June Thomson, brást hin versta við vegna gjafarinnar en hún hafði drukkið áberandi illa þetta kvöldið. Hún var að lokum orðin svo afbrýðissöm vegna bjórgjafar barþernunnar að hún var beinlínis orðin ógnandi. Var hún þá beðin um að yfirgefa afmælið, sem og hún gerði.

Hundurinn sem át eyrað.

Síðar um kvöldið kom afmælisbarnið heim til sín til þess eins að finna June, sem hafði ekki róast eftir atvikið fyrr um kvöldið. Wainman hringdi strax í lögregluna þar sem hann hafði áður lent í átökum við kærustuna.

Áður en lögreglan kom á vettvang réðist June á kærastann og beit hluta úr eyranu af honum.

Lögreglan kom skömmu síðar og handtók June auk þess sem þeir leituðu að hluta af eyranu. En þeir fundu það ekki sama hvað þeir leituðu.

Það var þá sem þeir sáu lítinn hund af Terrier-kyninu, sem Wainman átti, að þeir áttuðu sig á því að hundurinn, sem heitir Alfie, hafði étið eyrað.

Fyrir vikið gátu læknar ekki saumað það aftur á Wainman. June var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir afbrýðisama brjálæðiskastið. Wainman þarf hinsvegar að lifa með eitt og hálft eyra það sem eftir er. Hann á enn þá hundinn samkvæmt Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×