Innlent

Össur lýsir yfir fullum stuðningi við Palestínu

Utanríkisráðherra krafðist þess á Gaza í dag að herkví Ísraela á svæðinu yrði aflétt. Hann segir Palestínumenn eiga fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar í deilu sinni við Ísraela. Utanríkisráðherra er staddur á Gaza-svæðinu, fyrstur íslenskra ráðherra.

Össur segir enn óvíst hvort tillaga þess efnis að Palestína verði sjálfstætt ríki verði lögð fram á næsta þingi sameinuðu þjóðana. Hann muni hins vegar styðja slíka tillögu.

Á morgun mun svo Össur fara til Ramallah og funda með utanríkisráðherra Palestínu. Þeir munu ræða um samstarf og stuðning Íslands við Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×