Innlent

Ryðgaðir naglar og brotnar vodkaflöskur í Nauthólsvík

Nauthólsvík
Nauthólsvík
Nokkuð hefur borið á því að umgengni við svæði Ylstrandar að kvöld og næturlagi sé slæm, samkvæmt tilkynningu frá forsvarsmönnum Nauthólsvíkur.

Bálkestir hafa verið kveiktir með naglaspýtum sem þýðir að eftir situr aska og ryðgaðir naglar í sandinum. Bjór og vodkaflöskur hafa verið brotnar á gangstéttum og í sandinum.

Bílum komið niður á ströndina og svæðið spólað upp.

Starfsfólk Ylstrandar hefur því sent tilkynningu þar sem kvöld og næturgestir eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gera sér grein fyrir því að snemma að morgni er fjöldi gesta mikill og börn komin í sandinn að leika sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×