Innlent

Togarajaxlar fagna á Akureyri

Óli Tynes skrifar
Sægarpar munu styrkja útgerð eikarbátsins Húna.
Sægarpar munu styrkja útgerð eikarbátsins Húna.
Hátíð togarajaxla og maka þeirra verður haldin á Akureyri fimmtánda og sextánda júlí næstkomandi.  Þar munu aldnar sem ungar hetjur hafsins hittast yfir mat og drykk í Sjallanum föstudaginn 15. júlí og hefst borðhaldið kl. 19.00. Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson stýrir hátíðinni og Ragnar Bjarnson syngur sjómönnum lof og dýrð. Á laugardeginum mun Sr. Hjálmar Jónsson lesa Guðsorð á sinn hátt yfir hausamótum manna í Glerárkirkju kl. 11:00.

 

Eftir súpu og snarl verður haldið sem leið liggur til Húsavíkur á Strandmenningarhátíðina Sail Húsavík. Verkalýðsfélagið Framsýn ætlar að bjóða upp á kaffi og meððí. Á hátíðinni verður sýndur mynddiskur frá hátíðinni í fyrra og ýmsu sem sjónum tengist. Hann verður svo seldur og ágóðinn rennur til þeirra sem gera út eikarbátinn Húna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×