Innlent

Össur standi fyrir máli sínu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis eins fljótt og auðið er.

Þar vill Sigmundur ræða yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í þá veru að Íslendingar þurfi engar undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í komandi aðildarviðræðum.

Í yfirlýsingu frá Sigmundi segir að þau orð Össurar samræmist ekki áliti meirihluta nefndarinnar um samningsviðmið í sjávarútvegsmálum. Hann óskar sérstaklega eftir því að Össur mæti á fundinn.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×