Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2011 20:45 Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt." Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt."
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira