Erlent

Segjast hafa fundið orsökina fyrir skalla hjá karlmönnum

Bandarískir sérfræðingar telja að þeir hafi fundið orsökina fyrir skalla hjá karlmönnum.

Skalli sé ekki tilkominn vegna skorts á hári heldur vegna vandamála við myndun nýs hárs. Vandamálið hefur í för með sér að nýju hárin sem myndast eru svo smá að þau eru ósýnileg berum augum.

Sérfræðingarnir telja að vandinn liggi í stofnfrumunum sem framleiða nýtt hár. Þeir vonast til þess að finna leið til að leysa þetta vandamál og þar með ættu sköllóttir menn að heyra sögunni til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×