Innlent

Jussanam: Vonbrigði

Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jussanam Da Silva. Í marga mánuði hefur hún beðið eftir því að fá svar um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og hefur því þurft að framfleyta sér með aðstoð velgjörðarmanna
Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jussanam Da Silva. Í marga mánuði hefur hún beðið eftir því að fá svar um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og hefur því þurft að framfleyta sér með aðstoð velgjörðarmanna Mynd/Pjetur
„Ég bjóst við bréfi í dag þannig að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég held í vonina að bréfið hafi farið í póst í dag, en ef á að segja alveg eins og er þá held ég að málið sé enn í vinnslu,“ sagði Jussanam da Silva, brasilíska söngkonan sem bjóst við að fá í dag svar við umsókn um dvalarleyfi á Íslandi eins og fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er málið enn í vinnslu og ekki hægt að fullyrða hvenær afgreiðslu þess lýkur. Ráðuneytið segir það misskilning hjá da Silva að afgreiðslutími beiðnarinnar hafi runnið út í gær.

Jussanam da Silva fékk hvorki atvinnu- né dvalarleyfi eftir að hún skildi við íslenskan eiginmann sinn að borði og sæng síðasta vor. Hún vísaði þeim úrskurði til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, sem varð að innanríkisráðuneyti um áramót.


Tengdar fréttir

Niðurdrepandi að lifa á ölmusu

Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Jussanam Da Silva. Í marga mánuði hefur hún beðið eftir því að fá svar um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og hefur því þurft að framfleyta sér með aðstoð velgjörðarmanna. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá lífinu á Íslandi, draumavinnunni á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og tónlistaráhuganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×