Erlent

Breskt fangelsi brennur eftir brennivínsdeilu

Fangelsið er í nærri Arundel í Sussex í suðausturhluta Bretlands.
Fangelsið er í nærri Arundel í Sussex í suðausturhluta Bretlands.


Fangelsi í suðausturhluta Bretlands stendur nú ljósum logum eftir að fangar gerðu uppreisn skömmu eftir miðnætti og kveiktu í tveimur byggingum fangelsisins.

Skömmu áður höfðu fangaverðir fundið meira en 40 tómar áfengisflöskur. Þeir ætluðu að mæla áfengismagn í öndunarlofti fanganna til vita hverjir hefðu drukkið áfengið og jafnframt tekið þátt í að smygla því inn í fangelsið. Því tóku fangarnir illa og brugðust við með fyrrgreindum hætti.

Samkvæmt Sky-fréttastofunni hafa 140 sérþjálfaðir lögreglumenn tekið sér stöðu fyrir utan fangelsið og bíða nú átekta.

Talsmaður breska dómsmálaráðuneytisins segist ekki vita til þess að meiðsl hafi orðið á föngum eða starfsmönnum fangelsisins. Um 500 fangar eru í fangelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×