Erlent

MILF í samningaviðræðum

MILF berjast fyrir sjálfstæðu múslimsku ríki innan Filippseyja.
MILF berjast fyrir sjálfstæðu múslimsku ríki innan Filippseyja.
Moro Islamic Liberation Front eða MILF standa nú í samningaviðræðum við filippeysk stjórnvöld en átök milli þeirra hafa nú staðið yfir í tæplega 40 ár. MILF berjast fyrir sjálfstæðu múslimsku ríki innan Filippseyja og hafa um 120.000 manns látið lífið í átökunum frá upphafi.

Viðræðurnar eru þær fyrstu síðan Benigno Aquino tók við völdum í Filippseyjum í júní síðastliðnum. Eitt af kosningaloforðum hans var að sá sáttum við þá fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem sem þar hafa aðsetur. Þó nokkur bjartsýni ríkir um samningaviðræðurnar en þó gæti klofningur innan forystu MILF helst komið í veg fyrir að sættir náist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×