Erlent

Útiloka kulda og flugelda sem orsök

þór jakobsson
þór jakobsson
„Þetta er alveg stórfurðulegt. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur, sem hefur starfað við rannsóknir á sviði veðurfræði í hálfa öld. Veturinn hefur verið óvenju kaldur í Svíþjóð, þar sem 100 krákur drápust á þriðjudagskvöld, en þó segir Þór afar ólíklegt að fuglar drepist á þennan hátt vegna kulda eða annarra veðurhræringa. Hann man ekki eftir neinu á sínum ferli sem veðurfræðingur sem getur mögulega skýrt atvik síðustu daga í Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur útilokað að heill hópur fugla hafi drepist á sama tíma vegna hræðslu við flugelda, en fyrstu tilgátur sérfræðinga í Arkansas á fugladauðanum voru á þá leið. Ólafur sagði í samtali við RÚV í gærdag að hann þekkti engin dæmi þess hér á landi að svo margir fuglar hefðu fyrirvaralaust fallið dauðir af himnum ofan.

Hann sagðist hafa lesið um atvik erlendis þar sem hópar af fuglum hefðu lent í vondum veðrum og drepist vegna þess, en engar vísbendingar eru um illviðri á þeim svæðum þar sem fuglarnir féllu niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×