Erlent

Ellefu létust þegar þeir tróðust undir skelfingu lostinn mannfjölda

Eins og sést á myndinni var fjöldi fólks á leikvangnum.
Eins og sést á myndinni var fjöldi fólks á leikvangnum.

Ellefu létust þegar þeir tróðust undir mannfjölda á kosningafundi í Nígeríu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 29 slösuðust. Fólkið var á kosningafundi hjá forseta Nígeríu, Goodluck Jonathan en kosningarnar fara fram í apríl.

Fundurinn, sem var mjög fjölmennur, var haldinn á íþróttaleikvangi í borginni Port Harcourt.

Mannfjöldinn fylltist skelfingu þegar lögreglumaður skaut upp í loftið til þess að tvístra mannfjölda sem var við hlið íþróttaleikvangsins. Í kjölfarið reyndi fólk að forða sér út af leikvellinum með fyrrgreindum afleiðingum.

Forsetinn sagðist syrgja með syrgjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×