Erlent

Mótmælendur mæta hörku í Alsír og Jemen

Frá mótmælum í Alsír.
Frá mótmælum í Alsír.

Yfirvöld í Alsír og Yemen virðast staðráðinn í að halda mótmælendum í skefjum. Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögerglumenn fylltu götur Algeirsborgar í gær og handtóku hátt í 400 mótmælendur.

Hátt í 10 þúsund mótmælendur héldu út á götur Algeirsborgar í gær og hunsuðu þar með bann sem stjórnvöld höfðu sett við mótmælum. Mun fleiri lögreglumenn voru hins vegar á götunum og héldu mótmælundum í skefjum. Handtóku hátt í 400 en slepptu flestum aftur skömmu síðar.

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Alsír segja samt að gærdagurinn hafi markað nýtt upphaf því þá hafi fólk í fyrsta skiptið í meira en 10 ára treyst sér út á götur til þess að mótmæla.

Mikill óróleiki er einnig í Sanaa, höfuðborg Jemen, en nokkur hundruð manns reyndu í gær að ganga saman fylktu liði að egypska sendiráðinu til að fagna afsögn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands. Lögreglan barði á mótmælendum með kylfum að sögn sjónarvotta.

Mótmælendur söfnuðust aftur saman í dag. Nokkur hundruð manns hugðust þá ganga að forsetahöllinni. Vegatálmar og girðingar óeirðalögreglunnar hindra hins vegar för þeirra.

Í Kairó í Egyptalandi hefur herinn tekið öll völd. Hann hefur hafist handa við að rýma Frelsistorg þar sem mótmælendur hafa haldið til.

Herinn kallar nú eftir því að fólk haldi til sína heima, eða til vinnu, svo hið daglega líf geti haldið áfram.

Mótmælendur hafa flestir fallist á þessi tilmæli en heita því að halda fjöldamótmæli alla föstudaga þar til lýðræðislegar kosningar hafa farið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×