Erlent

Muabarak kom auðinum undan

Mótmæli gegn Hosni Mubarak.
Mótmæli gegn Hosni Mubarak.

Hosni Mubarak er talinn hafa nýtt síðustu átján daga valdatíðar sinnar til þess að koma gríðarlegum auðæfum, sem hann hefur safnað í forsetastóli, í öruggt skjól. Hann var hrakinn frá völdum í lok vikunnar og svo virðist sem hann hafi lært af mistökum kollega síns í Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, en svissnesk yfirvöld frystu eigur hans þar í landi áður en hann flúði land.

Talið er að Mubarak hafi komið undan á milli 3 milljarða punda til 40 milljarða punda en forsetinn hagnaðist gríðarlega á sérkennilegu efnahagsumhverfi í landinu þar sem stærstu fyrirtækin greiddu honum helming arðsins. Það gerði honum kleyft að safna ótrúlegum upphæðum, og vilja sumir meina að hann sé jafnvel einn ríkasti maður veraldar.

Yfirvöld í Sviss tilkynntu á föstudaginn að búið væri að frysta eigur Mubaraks þar í landi. En samkvæmt heimildum The Sunday Telegraph, þá hefur hann þegar komið megninu af auðæfum sínum í skjól, líklega til Sameinuðu arabísku furstadæmana eða Sádi-Arabíu, þar sem fjölskylda hans er sögð líkleg til þess að dvelja næstu árin.

Mubarak á einnig í mjög mikilum efnahagslegum tengslum við Bretland en engin formleg beiðni hefur borist þangað frá egypskum yfirvöldum um að frysta eigur Mubaraks. Berist hún má búast við því að það sé of seint.

Egyptar eru að vonum vonsviknir yfir fregnunum. Þannig vilja sumir að Mubarak verði eltur á enda jarðar og féð endurheimt með öllum tiltækum ráðum. Aðrir virðast þakklátir fyrir að hann hafi haldið landinu fyrir utan stríðsátök í þau 30 ár sem hann ríkti. Fólk er þó sammála um að það vill féð til baka svo það megi nýta í uppbyggingu landsins.


Tengdar fréttir

Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi

Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×