Erlent

Mótmælt í skjóli nætur í Teheran

Mótmæl í Íran. Myndin er úr safni.
Mótmæl í Íran. Myndin er úr safni.

Mótmælt var í Teheran, höfuðborg Írans, aðfaranótt laugardags, en myndskeið frá mótmælunum hafa birst á vefnum Youtube.

Mótmælendurnir voru að mótmæla stjórnvöldum í landinu og hrópuðu slagorð eins og „dauði einræðisherrans" og vísuðu þar til Mahmoud Ahmadinejad forseta.

Ekki virðast mótmælin hafa verið fjölmenn.

Stjórnvöld í Íran hafa til þessa lýst yfir stuðningi við mótmælaaðgerðirnar í Egyptalandi og mikill mannfjöldi kom saman í Teheran á föstudag til að hlýða á ávarp Ahmadinejads forseta þar sem hann fagnaði lýðræðisumbreytingunum sem væru að verða í Miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×