Innlent

Kaffihús sérsniðin að þörfum barna nýjasta æðið

Hugmyndin fæddist í móðurkviði en Lára Guðrún Jóhönnudóttir lét ekki þar við sitja heldur bretti upp ermar og opnaði kaffihús með stóru leiksvæði. Eftir margra ára bið foreldra hafa á einum vetri tvö barnvæn kaffihús sprottið upp og tvö til eru í burðarliðnum.

Foreldrar í hópi kaffihúsagesta hafa sumir lengi látið sig dreyma um kaffihús þar sem báðum líður vel, kaffidrekkandi foreldrum og sprækum börnum. Og nú, á nokkrum mánuðum hafa veitingamenn tekið við sér svo um munar. Í guli húsi á Laugaveginum ákvað Lára Guðrún Jóhönnudóttir nýverið að nýta ekki hvern fermetra undir borgandi gesti, heldur útbúa stórt leiksvæði fyrir afkvæmi gestanna.

Annað barnvænt kaffihús opnaði í Kópavoginum í vor, það þriðja opnar gegnt Dómkirkjunni á næstu dögum og það fjórða, Laundromat, opnar í mars með stóru leikrými í kjallara. Lára Guðrún skýrir þessa skyndilegu vakningu með andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, fólk vilji hlúa betur að gæðastundum fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×