Erlent

Aukin harka í mótmælunum í Egyptalandi

Átök í Egyptalandi.
Átök í Egyptalandi.

Að minnsta kosti fjórir eru látnir í mótmælunum í Egyptalandi síðastliðna tvo daga. Stjórnvöld óttast áframhaldandi mótmælahrinu. Átök mótmælanda við lögreglu hafa verið afar ofbeldisfull.

Að minnsta kosti 700 manns hafa verið handteknir víðsvegar um Egyptland í tengslum við mótmælin í Kaíró sem hófust á þriðjudaginn. Þegar hafa fjórir mótmælendur látist og einn lögreglumaður.

Átök lögreglu og mótmælanda hafa verið óvanalega hörð. Egypsk yfirvöld gáfu út tilkynningu fyrir mótmælin á þriðjudag, sem voru skipulögð í gegnum Facebook, að mótmælendur yrðu handteknir og saksóttir.

Allt kom fyrir ekkert, hátt í þrjátíu þúsund mótmælendur söfnuðust saman í miðborg Kairó á þriðjudaginn.

Mótmælin héldu svo áfram í gær en skipuleggjendur mótmælanna kalla þau Dag byltingarinnar, en þau eru undir áhrifum byltingarinnar í Túnis sem varð á dögunum.

Forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, hefur verið við völd í þrjátíu ár. Sonur hans flýði til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni á dögunum. Hann er almennt álitinn arftaki föður síns sem leiðtogi Egyptalands. Búist er við áframhaldandi mótmælum í dag og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×