Erlent

Egyptar standi saman gegn hryðjuverkamönnum

Forsetinn ræðir við fréttamenn.
Forsetinn ræðir við fréttamenn.

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvetur Egypta til að standa saman gegn hryðjuverkamönnum. 21 lét lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk á sama tíma og kristnir Egyptir, sem eru 10% þjóðarinnar, gengu út úr kirkju í borginni Alexandríu að lokinni fjölmennri miðnæturmessu í nótt.

Eftir árásina unnu kristnir menn skemmdir á moskum í borginni og veittust að múslimum. Lögregla þurfti að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum.

Mubarak fullyrti í egypska ríkissjónvarpinu að erlendir aðilar bæru ábyrgð árásinni. Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtökin al-Kaída hafi skipulagt árásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×