Innlent

Sigmar Guðmundsson: 7 þjóðir öruggar - Ísland fer ekki áfram

Sigmar Guðmundsson segjri tólf þjóðir berjast um þrjú sæti.
Sigmar Guðmundsson segjri tólf þjóðir berjast um þrjú sæti.
Kastljósmaðurinn Sigmar Guðmundsson, sem hefur lýst Eurovision keppninni um árabil, þó ekki ár, spáir sjö þjóðum öruggu gengi í kvöld. Hann skrifar á Facebook-síðu sína að þetta sé ekki flókið:

„Það eru sjö þjóðir öruggar áfram í kvöld, einfaldlega vegna þess að þær fara nánast alltaf áfram. Það eru Rússland, Grikkland, Tyrkland, Albanía, Armenia, Aserbadsjan og Georgía,“ skrifar Sigmar.

Hann bætir við að þetta þýði að það séu í raun 12 lönd sem berjist um þrjú sæti. Hann segir líklegt að Noregur og Ungverjaland fari líka áfram.

„En ég treysti mér ekki til að segja hver tíunda þjóðin verður, en því miður kemst ísland ekki áfram,“ skrifar Sigmar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×