Innlent

Grunnframfærsla LÍN hækkuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lagði tillöguna fram í morgun. Mynd/ Valli.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lagði tillöguna fram í morgun. Mynd/ Valli.
Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 10% samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningu frá ráðherra kemur fram að hækkunin tekur gildi á frá og með skólaárinu 2011-2012 og verður þá tæplega 133 þúsund krónur. Á yfirstandandi skólaári er grunnframfærslan tæplega 121 þúsund krónur og er því um 10% hækkun að ræða.

Ráðuneytið segir að hækkunin sé í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Skólaárið 2009-2010 hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu mennta- og menningarmálaráðherra um að hækka grunnframfærslu LÍN um 20%, úr 100 þúsund krónum. í 120 þúsund krónur. Grunnframfærslan hafi því verið hækkuð um 32% eða 32  þúsund krónur í tíð núverandi ríkisstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×