Innlent

Surtsey á frímerki hjá Sameinuðu Þjóðunum

Surtsey hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að prýða frímerki sem gefið er út af Póststofnun Sameinuðu Þjóðanna. Sex frímerki hafa verið gefin út í sérstakri útgáfu sem ætlað er að minnast norrænna heimsmynja.

Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO en aðrir staðir á Norðurlöndunum sem fá þann heiður að komast á frímerki eru Krónborgarkastali í Danmörku, Stafkirkjan í Urnes í Noregi, sænski kastalinn í Drottningarhólma og Sveaborg virkið í Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×