Viðskipti innlent

Gistináttagjaldið verður hækkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir kynnir fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi.
Oddný Harðardóttir kynnir fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi. mynd/ gva.
Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári.

Þessari hækkun hefur verið mótmælt harðlega síðustu vikurnar, bæði meðal innlendra og erlendra hagsmunaaðila. Tom Jenkins, framkvæmdastjóri Samtaka evrópskra ferðaskrifstofa, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að þreföldun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni setji viðskipti fyrirtækja við Ísland í algjört uppnám.

Jenkins segir að hækkunin sé yfirgengileg og þess eðils að nauðsynlegt hefði verið að gefa fyrirtækjum nokkura ára aðlögunartíma en ekki skella henni á með örskömmum fyrirvara.

Í fjárlagafrumvarpinu segir aftur á móti að þjónusta hótela og gistihúsa hafi verið í neðra skattþrepi virðisaukaskatts frá árinu 1994. Samanburður við skattlagningu á ferðamenn og ferðaþjónustu almennt í nágrannalöndunum bendi til þess að hérlendis séu opinber gjöld lág og greininni búin hagstæð umgjörð og sterk samkeppnisstaða af hálfu stjórnvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×