Innlent

Björk styður Pussy Riot

Birkir Blær Ingólfsson skrifar

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir birti yfirlýsingu til varnar stúlknapönksveitinni Pussy Riot á heimasíðu sinni í dag.

„Sem tónlistarmaður og móðir vil ég koma því á framfæri að ég er afar ósátt við að þeim sé stungið í steininn vegna þessara friðsamlegu mótmæla," segir hún í yfirlýsingunni, en stúlkurnar þrjár bíða nú réttarhalda og geta átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi fyrir að syngja mótmælasöng í dómkirkju.

„Mér finnst að rússnesk yfirvöld ættu að leyfa þeim að fara heim til fjölskyldna sinna og barna," segir hún og endar yfirlýsinguna á að bjóða meðlimum hljómsveitarinnar að syngja með sér ákveðið lag á sviði „sem var samið í nafni réttlætisins". Hún eftirlætur lesendum sínum að giska á um hvaða lag er rætt.

Yfirlýsingin var sett inn á facebook og á einum klukkutíma deildu yfir tvö þúsund manns henni auk þess sem rúmlega tíu þúsund manns „lækuðu" hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×