Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring 24. mars 2012 09:00 Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira