Erlent

Minnsta tölva veraldar til sölu á eBay

Frumgerð Raspberry Pi er til sölu á eBay.
Frumgerð Raspberry Pi er til sölu á eBay. mynd/eBay
Frumgerð tölvunnar Raspberry Pi er nú á uppboði á vefsíðunni eBay. Tölvan er á stærð við kreditkort og býr yfir öllum helstu eiginleikum venjulegrar heimilistölvu.

Raspberry Pi kemur til með kosta 3.000 íslenskar krónur þegar hún fer í almenna framleiðslu. Tölvan er til sölu á uppboðsvefnum eBay og vonast framleiðendur tölvunnar til að fjármagna áframhaldandi þróun tölvunnar með uppboðinu.

Endanleg útgáfa Raspberry Pi verður á stærð við kreditkort. Tölvan mun hafa ýmsa tengimöguleika og mun búa yfir nægilegu vinnsluminni til að spila háskerpu myndbönd. Enginn tölvuskjár fylgir tölvunni enda er ætlast til þess að notendur hennar stingi henni í samband við sjónvarp.

Tölvan notast við stýrikerfið Linux en það er ókeypis öllum.

Framleiðendur Raspberry Pi vonast til þess að tölvan verði notuð af skólum og fátækum svæðum víðsvegar um heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×