Innlent

Ellefu Íslendingar sæmdir Fálkaorðu

Frá Bessastöðum í dag.
Frá Bessastöðum í dag. Mynd/PJETUR
Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Hér að neðan er listi yfir þá sem hlutu orðuna í dag.

1. Arnar Jónsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.

2. Eymundur Magnússon bóndi, Vallanesi, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar.

3. Friðrik Ásmundsson fyrrverandi skipstjóri og skólastjóri, Vestmannaeyjum, riddarakross fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna.

4. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til uppbyggingar atvinnulífs á heilbrigðissviði.

5. Hafsteinn Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður, Keflavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi íþróttastarfs á Suðurnesjum og á landsvísu.

6. Halldór Guðmundsson rithöfundur og verkefnisstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra bókmennta.

7. Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra heimilisfræða.

8. Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

9. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.

10. Stefán Hermannsson verkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til borgarþróunar.

11. Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar fyrir skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×