Falskt eftirlit verra en ekkert - brimsalt bjúga í skólamötuneytinu 15. janúar 2012 11:45 Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Neytendur hljóta að eiga skýlausan rétt á að vita hvaða fyrirtæki það eru sem hafa notað saltið í matvælaframleiðslu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í samtali við fréttastofu, en hún birti blogg á vefsvæði sínu á Eyjunni. Þar lýsir hún yfir áhyggjum vegna lélegs eftirlits eftirlitsstofnanna og skrifar orðrétt: „Falskt eftirlit og falskt öryggi er nefnilega verra en ekki neitt." Aðspurð hvort Hreyfingin muni beita sér fyrir málinu á þingi segist Margrét það til skoðunar þó engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Alþingi kemur saman á morgun en Matvælastofnun heyrir undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem er Steingrímur J. Sigfússon. Eftirlit með Ölgerðinni heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en það var Matvælastofnun sem kom upp um mistökin. Margrét segir málið vægast sagt sérkennilegt og bendir á að einstaklingar myndu ekki nota iðnaðarsalt til matreiðslu heima hjá sér. „Maður reynir að hafa hollan mat heima. En svo fara börnin manns í skólann þar sem þau borða í mötuneytinu. Og þar er stundum brimsalt bjúga í boði," segir Margrét og bætir við að það sé hrollvekjandi að hugsa til þess hversu lengi saltið hefur verið notað til matvælaframleiðslu. „Við getum tekið prufu á saltinu núna og athugað magn þungmálma í því. En hvernig var þetta fyrir tíu árum síðan?" spyr Margrét að lokum. Hún segir Hreyfinguna líklega muna beita sér fyrir því að málið verði skoðað betur á Alþingi. Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
„Neytendur hljóta að eiga skýlausan rétt á að vita hvaða fyrirtæki það eru sem hafa notað saltið í matvælaframleiðslu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í samtali við fréttastofu, en hún birti blogg á vefsvæði sínu á Eyjunni. Þar lýsir hún yfir áhyggjum vegna lélegs eftirlits eftirlitsstofnanna og skrifar orðrétt: „Falskt eftirlit og falskt öryggi er nefnilega verra en ekki neitt." Aðspurð hvort Hreyfingin muni beita sér fyrir málinu á þingi segist Margrét það til skoðunar þó engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Alþingi kemur saman á morgun en Matvælastofnun heyrir undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem er Steingrímur J. Sigfússon. Eftirlit með Ölgerðinni heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en það var Matvælastofnun sem kom upp um mistökin. Margrét segir málið vægast sagt sérkennilegt og bendir á að einstaklingar myndu ekki nota iðnaðarsalt til matreiðslu heima hjá sér. „Maður reynir að hafa hollan mat heima. En svo fara börnin manns í skólann þar sem þau borða í mötuneytinu. Og þar er stundum brimsalt bjúga í boði," segir Margrét og bætir við að það sé hrollvekjandi að hugsa til þess hversu lengi saltið hefur verið notað til matvælaframleiðslu. „Við getum tekið prufu á saltinu núna og athugað magn þungmálma í því. En hvernig var þetta fyrir tíu árum síðan?" spyr Margrét að lokum. Hún segir Hreyfinguna líklega muna beita sér fyrir því að málið verði skoðað betur á Alþingi.
Alþingi Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29
Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12