Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg 14. janúar 2012 14:07 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
„Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira