Innlent

Erfitt að örva vöxt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Torfi Geirmundsson segir erfitt að örva skeggvöxt.
Torfi Geirmundsson segir erfitt að örva skeggvöxt.
Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla.

„Nei það held ég að sé nú voða lítið," sagði Torfi Geirmundsson hársnyrtir í samtali við Reykjavík síðdegis í dag þegar hann var spurður hvort eitthvað væri hægt að gera til að örva vöxt. „En það er hægt að lita þetta og svo þarf náttúrlega að snyrta þetta og laga til," segir Torfi.

Torfi segir að Meistarafélag hárskera muni efna til keppni og veita verðlaun fyrir flottasta skeggið. En menn verða þá núna að fara til rakarans síns og fá ráðleggingar um það hvernig á að bretta upp á þetta og lita þetta og gera þetta þannig að menn fái verðlaun fyrir fallegustu mottuna eftir marsmánuð," sagði Torfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×