Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2012 16:03 Nordicphotos/getty John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard. Sund Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard.
Sund Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira