Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina Karen Kjartansdóttir skrifar 30. ágúst 2012 18:30 Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar. Húsið var selt á um 270 milljónir en fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Ýmishúsinu verið gagnrýndir í norrænum miðlum fyrir að þiggja fjárstyrki frá Saudí-Arabíu og jafnvel verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök. Þá hefur barnastarf samtakanna í Svíþjóð verið gagnrýnt meðal annars fyrir hómófóbíu. Hópurinn var þó hinn vinalegasti þegar fréttamaður hitti þá fyrir í dag, þótt talsmaður þeirra bæðist undan því að taka í hönd hans vegna hefða. það skal þó tekið fram að fréttamanni þótti lítið mál að koma til móts við það. „Ég er hér á Íslandi til að breiða út boðskap minn sem er skilningur, kærleikur og friður. Hér á Íslandi hef ég kynnst miklum kærleik og friði og skilningi. Ég vil að þetta verði fyrsta moskan í höfuðborginni Reykjavík. Þetta verður samkomustaður fyrir alla múslíma á Íslandi, öll samtök eru velkomin á þennan stað, jafnvel þótt það séu ekki samtök múslíma," segir Hussein al Aldaoudi, formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi. Aldaoudi hefur einnig hitt biskup Íslands fyrir og vill frið milli ólíkra trúarhópa. „Í morgun hitti ég forsvarsmenn kirkjunnar og biskupinn. Ég átti fund með henni og við munum vinna með kirkjunni að betra samfélagi, að öryggi, samþættingu og skilningi og að halda uppi samræðum." En hverju svarar hann þeirri gagrnýni sem til dæmis hefur birst í sænskum fjölmiðlum? „Áætlanir mínar snúast um að byggja upp nútímalegan stað, að sýna hlutlaust og íslenskt íslam, að stuðla að íslenskri, heildstæðri menningu, íslam sem hæfir samfélaginu,að við tilbiðjum guð okkar, biðjum fimm sinnum á dag og föstum með meðbræðrum okkar. Boðskapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfélaginu, annað ekki," segir Aldaoudi.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira