Innlent

Andstætt lögum að afhenda skýrslu um Búsáhaldabyltinguna

BBI skrifar
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hann hafi ekki lagaheimild til að afhenda þingmönnum skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði um Búsáhaldabyltinguna og mótmælin eftir hrun. Þingmenn telja afar brýnt að komast í upplýsingarnar í skýrslunni.

Umrædd skýrsla byggir á gögnum úr málaskrá lögreglu. Málaskráin fellur undir reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu en samkvæmt þeim reglum er notkun upplýsinganna takmörkuð við lögreglustörf eins og kemur fram í 1. málsgrein 5. greinar. Þær má almennt ekki nýta í öðrum tilgangi eins og kemur fram í 2. málsgrein 5. greinar.

Í 6. grein reglnanna kemur fram að í einstaka tilvikum sé heimilt að veita öðrum stjórnvöldum aðgang að umræddum upplýsingum en til þess þarf samþykki þess sem upplýsingarnar fjalla um, sérstaka lagaheimild, sérstaka heimild Persónuverndar eða aðsteðjandi hættu.

Vegna þessara reglna geta alþingismenn ekki fengið aðgang að skýrslunni sem Geir Jón vann um mótmælin, jafnvel þó þeir telji það brýnt í því skyni að bæta öryggismál Alþingis.

„Mig skortir bara algerlega lagaheimild til að afhenda upplýsingar úr skrám lögreglu," segir Stefán Eiríksson. Hér má nálgast reglurnar sem um ræðir.


Tengdar fréttir

Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni

Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×