Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu BBI skrifar 16. október 2012 13:37 Geir Jón Þórisson í Valhöll í dag. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. Geir Jón hélt erindi í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, í hádeginu þar sem hann lýsti upplifun sinni af mótmælunum eftir hrunið. Hann segist viss um að umræðan í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í nímenningamálinu og tekur þar að eigin sögn undir skoðanir Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í málinu voru níu aðilar sem ruddust til inngöngu í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi. Einhverjir þeirra hlutu hins vegar dóm fyrir minni afbrot. Geir lítur á þennan dag, 8. desember 2008, sem einn alvarlegasta dag mótmælanna. Að hans mati komu þeir starfsmenn þingsins og lögreglumenn sem stóðu í vegi fyrir mótmælendunum við inngang Alþings í veg fyrir mikla innrás. „Þingið hefði verið tekið þar yfir ef starfsfólkið hefði ekki staðið gegn mótmælendunum," segir hann og viðraði þá skoðun að mannréttindahugtakið væri stundum dálítið háð hentistefnu.Kostnaður lögreglu Á fundinum í Valhöll fór Geir Jón yfir atburðarrásina stuttu eftir hrunið og lýsti því álagi sem lögreglan varð fyrir. Hann telur að kostnaður lögreglunnar vegna mótmælanna eftir hrun nemi tæpum 100 milljónum á verðlagi dagsins í dag. „Og einmitt á þessum tímum var ákveðið að skera niður hjá lögreglunni eins og annars staðar," segir hann.Alþingismenn tóku þátt Geir Jón fjallaði ekki um skýrslu sem hann skrifaði sem vinnuplagg fyrir lögregluna um mótmælin á fundinum í dag. Margir ætla að þar komi fram upplýsingar um hvaða þingmenn hafi skipt sér af mótmælunum, verið í símasambandi við mótmælendur og haft áhrif á framgang mála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur neitað Alþingi um afrit af skýrslunni, enda sé hún vinnuplagg lögreglu og eigi ekki erindi í þingsal. Geir Jón sagði engu að síður lítillega frá þessum atvikum á fundinum í dag og rifjaði upp hvernig lögreglan fékk vitneskju frá þingmönnum sjálfum um hverjir þeirra voru í sambandi við mótmælendur. Á sínum tíma hefði þó verið ákveðið að lögregla skipti sér ekki frekar að þeim þætti málsins. „Nú er Alþingi að kalla eftir skýrslu sem ég gerði um málið," sagði hann og finnst það frekar öfugsnúið þar sem að hann fékk sjálfur sínar upplýsingar frá Alþingi. „Öll vitneskja sem skiptir máli er til í Alþingishúsinu. Það þarf bara að kíkja á fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009," sagði hann.Álag á lögregluGeir Jón segir að þessir atburðir hafi verið erfiðir fyrir lögreglumenn sem máttu standa undir stanslausum svívirðingum, árásum og grjótkasti. „Lögreglumenn voru að leggja líf sitt í þessa aðgerð. Þeir komu ekki heim tímunum saman. Stóðu þarna í 18 klukkutíma. Fengu jafnvel grjót í höfuðið. Eftir nóttina lágu 9 lögreglumenn slasaðir," segir hann um mótmælin 21. janúar 2009. „Þetta er í fyrsta skipti og vonandi síðasta skipti sem íslensk þjóð og lögreglan þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Og enn á kannski eftir að gera upp áhrifin sem þetta hafði á lögreglumenn. Lögreglumenn voru í sömu stöðu og margir þeirra sem voru að mótmæla, höfðu kannski misst allt sitt," sagði Geir í lok ávarpsins. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. Geir Jón hélt erindi í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, í hádeginu þar sem hann lýsti upplifun sinni af mótmælunum eftir hrunið. Hann segist viss um að umræðan í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í nímenningamálinu og tekur þar að eigin sögn undir skoðanir Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í málinu voru níu aðilar sem ruddust til inngöngu í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi. Einhverjir þeirra hlutu hins vegar dóm fyrir minni afbrot. Geir lítur á þennan dag, 8. desember 2008, sem einn alvarlegasta dag mótmælanna. Að hans mati komu þeir starfsmenn þingsins og lögreglumenn sem stóðu í vegi fyrir mótmælendunum við inngang Alþings í veg fyrir mikla innrás. „Þingið hefði verið tekið þar yfir ef starfsfólkið hefði ekki staðið gegn mótmælendunum," segir hann og viðraði þá skoðun að mannréttindahugtakið væri stundum dálítið háð hentistefnu.Kostnaður lögreglu Á fundinum í Valhöll fór Geir Jón yfir atburðarrásina stuttu eftir hrunið og lýsti því álagi sem lögreglan varð fyrir. Hann telur að kostnaður lögreglunnar vegna mótmælanna eftir hrun nemi tæpum 100 milljónum á verðlagi dagsins í dag. „Og einmitt á þessum tímum var ákveðið að skera niður hjá lögreglunni eins og annars staðar," segir hann.Alþingismenn tóku þátt Geir Jón fjallaði ekki um skýrslu sem hann skrifaði sem vinnuplagg fyrir lögregluna um mótmælin á fundinum í dag. Margir ætla að þar komi fram upplýsingar um hvaða þingmenn hafi skipt sér af mótmælunum, verið í símasambandi við mótmælendur og haft áhrif á framgang mála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur neitað Alþingi um afrit af skýrslunni, enda sé hún vinnuplagg lögreglu og eigi ekki erindi í þingsal. Geir Jón sagði engu að síður lítillega frá þessum atvikum á fundinum í dag og rifjaði upp hvernig lögreglan fékk vitneskju frá þingmönnum sjálfum um hverjir þeirra voru í sambandi við mótmælendur. Á sínum tíma hefði þó verið ákveðið að lögregla skipti sér ekki frekar að þeim þætti málsins. „Nú er Alþingi að kalla eftir skýrslu sem ég gerði um málið," sagði hann og finnst það frekar öfugsnúið þar sem að hann fékk sjálfur sínar upplýsingar frá Alþingi. „Öll vitneskja sem skiptir máli er til í Alþingishúsinu. Það þarf bara að kíkja á fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009," sagði hann.Álag á lögregluGeir Jón segir að þessir atburðir hafi verið erfiðir fyrir lögreglumenn sem máttu standa undir stanslausum svívirðingum, árásum og grjótkasti. „Lögreglumenn voru að leggja líf sitt í þessa aðgerð. Þeir komu ekki heim tímunum saman. Stóðu þarna í 18 klukkutíma. Fengu jafnvel grjót í höfuðið. Eftir nóttina lágu 9 lögreglumenn slasaðir," segir hann um mótmælin 21. janúar 2009. „Þetta er í fyrsta skipti og vonandi síðasta skipti sem íslensk þjóð og lögreglan þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Og enn á kannski eftir að gera upp áhrifin sem þetta hafði á lögreglumenn. Lögreglumenn voru í sömu stöðu og margir þeirra sem voru að mótmæla, höfðu kannski misst allt sitt," sagði Geir í lok ávarpsins.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira