„Ég er ekki í neinum hefndarhug“ 22. nóvember 2012 09:21 Egill Einarsson er í opinskáu viðtali í Monitor í dag. „Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
„Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira