Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Barcelon fékk Messi högg á utanvert vinstra hné og verður ástand hans metið á næstu dögum. Það er ekki ljóst hvort hann verði í liði Barcelona í næsta leik liðsins um helgina þegar liðið mætir Real Betis.
Messi hefur skorað 84 mörk á þessu ári og þarf hann aðeins að skora eitt til viðbótar til þess að jafna markametið sem er eigu Þjóðverjans Gerd Müller – 85 mörk.
Fótbolti