Fótbolti

Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real

Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð.
Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona.

„Ef ég fer, þá tek ég mér ekki ársfrí. Ef ég verð ekki hjá Real þá verð ég annarsstaðar. Verð ég á Englandi, hvar sem er eða jafnvel í Hollandi," sagði Mourinho við fréttamenn.

Eitt er víst að þessi mikli og færi þjálfari verður ekki atvinnulaus þegar hann hættir hjá Real Madrid.

Það hefur ekki gengið vel í spænsku deildinni hjá Real en liðið er sem stendur í þriðja sæti, ellefu stigum á eftir Barcelona sem trónir á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×