Einelti hefur dregist saman um þriðjung á fimm árum 22. mars 2012 06:00 Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá
Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira