Innlent

Rottueitur í lifrarpylsubitunum

Ljóst er að rottu- eða músaeitur var í lifrapylsubitum sem dreift var í og við reiðhöll Gusts í Kópavogi í síðasta mánuði.
Ljóst er að rottu- eða músaeitur var í lifrapylsubitum sem dreift var í og við reiðhöll Gusts í Kópavogi í síðasta mánuði. MYND/HÖRÐUR
Ljóst er að rottu- eða músaeitur var í lifrarpylsubitum sem dreift var í og við reiðhöll Gusts í Kópavogi í síðasta mánuði. Hundaræktunarfélagið Rex neyddist til að fresta hundasýningu sinni vegna atviksins.

Strax vöknuðu grunsemdir um að bitarnir væru eitraðir. Nú hefur efnagreining Háskóla Íslands leitt í ljós að rottueitur var að finna í pylsubitunum. Ekki er vitað til þess að nokkur hundur hafi étið lifrarpylsuna.

Ásgeir Guðmundsson, formaður Rex, segir að málið sé sannarlega ógnvekjandi, ekki aðeins með tilliti til hundanna heldur almennings og þeirrar hættu sem myndast þegar lífshættulegu eitri er dreift í alfaraleið.

„Þetta er óskiljanlegur gjörningur," sagði Guðmundur. „En við setjum allt okkar traust á lögregluna."

Hann mun funda með tæknideild lögreglunnar á mánudag en þá verða næstu skref ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×