Sport

Sektaður um fjórar milljónir fyrir pungspark | myndband

Hinn eitilharði varnarmaður Detroit Lions, Ndamukong Suh, hefur síðustu tvö ár verið valinn óvinsælasti leikmaður NFL-deildarinnar og það ekki að ástæðulausu. Hann er ákaflega harður í horn að taka og á það til að vera með óþverraskap á vellinum.

Í leik Lions og Houston Texans á Þakkargjörðardaginn komst hann enn og aftur í fréttirnar fyrir vafasaman leik. Þá sparkaði hann í punginn á Matt Schaub, leikstjórnanda Texans.

NFL-deildin tók málið fyrir. Að þessu sinni slapp Suh við leikbann en hann fékk tæplega 4 milljóna króna sekt fyrir pungsparkið.

Þetta er annar Þakkargjörðarleikurinn í röð þar sem Suh lendir í vandræðum. Í fyrra steig hann viljandi ofan á hendi andstæðings. Hann virðist því kunna afar illa við að spila á þennan frídag Bandaríkjamanna.

Myndband af pungsparkinu má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×