Erlent

Tíu þúsund manns fórust í skotárásum í Bandaríkjunum í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill viðbúnaður var við skólann í Newtown eftir skotárásina í gær.
Mikill viðbúnaður var við skólann í Newtown eftir skotárásina í gær. Mynd/ afp.

Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið 61 skotárás í Bandaríkjunum, þar sem meira en fjórar manneskjur hafa farist. Ellefu af þessum skotárásum hafa orðið í skólum. Skotárásin í Sandy Hook í Newtown í gær, þar sem 26 voru drepnir, er næstmannskæðasta skotárásin á eftir skotárásinni í Virgina Tech skólanum árið 2007. Þar fórust 32.



Jerrold Nadler, þingmaður í fulltrúardeild Bandaríkjaþings, segir að talsmenn frjálsrar skotvopnalöggjafar beri mikla ábyrgð á morðunum í Bandaríkjunum. Hann vill segja Landssamtökum rifflaeigenda í Bandaríkjunum, sem berjast fyrir frjálsri löggjöf um skotvopnaeign, stríð á hendur.



„Al-Qaida myrti 3000 manns í Tvíburaturnunum árið 2001. Bandaríkjamenn sögðu þeim stríð á hendur vegna þess. En við misstum 10 þúsund manns vegna þessara samtaka í fyrra. Það er kominn tími til að við segjum þeim stríð á hendur," segir hann.



Hér má lesa meira um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×