Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér Þorgils Jónsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Mynd/Kristín Eva Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þrátt fyrir að geitastofninn á Íslandi hafi verið á stöðugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni heldur Erfðanefnd landbúnaðarins málþing um íslensku geitina. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og stendur frá klukkan 13 til 16. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flestum tilfellum er um að ræða frístundabúskap og gagnger geitabúskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhugafólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirnar að fullu. "Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir við býlið." Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borgarfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvaldsdóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. "Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfaldlega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér," segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfirvöldum beri að vernda stofna á válista. "Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn," segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira