Þórunn Helga: Fríða dritaði á mig tölvupóstum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 10:42 Þórunn Helga ásamt Mörtu hjá Santos árið 2010. Mynd / Pedro Ernesto Guerra Axevedo Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu. „Ég er orðin 27 ára og langaði að taka eitt tímabil í einni af sterkustu deildum Evrópu. Þetta var mjög erfið ákvörðun og eftir tvo daga á Íslandi er ég strax farin að sakna Brasilíu. Ég vissi að það yrði alltaf erfitt að fara þaðan," segir Þórunn Helga en deildakeppninni hjá Vitoria er nýlokið. „Stelpurnar í liðinu færðu sig yfir til Sao Paulo sem er eina fylkið þar sem almennileg deildakeppni er í gangi núna. Stelpurnar dreifðust á liðin en keppnin þar er byrjuð. Ég þurfti að hugsa minn gang hvort ég vildi gera það sama en það voru fullt af liðum í boði." Hólmfríður mælti með AvaldsnesÞórunn Helga segir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hvatt hana til þess að ganga til liðs við Avaldsnes. „Svo byrjaði Fríða að drita á mig tölvupóstum og talandi um Avaldsnes ákvað ég að íhuga það. Svo fór það allt af stað og gerðist mjög hratt. Mér leist á endanum mjög vel á þetta," segir Þórunn Helga og nefnir að Hólmfríður beri norska félaginu vel söguna. „Fríða segir félagið vera með mikinn metnað og góða stjórn. Liðið er í efsta sæti, stefnir á að komast upp sem er mjög raunhæft markið. Þá tæki ég tímabil í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári," segir Þórunn sem verður á Íslandi til 22. júlí. Þá flýgur hún til Noregs en fyrsti leikur Avaldsnes eftir sumarfrí er 11. ágúst. Þangað til má Þórunn Helga ekki spila með liðinu enda félagaskipaglugginn lokaður. Snýr aftur til Brasilíu í mánuðÞórunn Helga samdi við Avaldsnes út árið 2013 en þó með ákvæði í samningnum um að fá að spila með Vitoria í Suður-Ameríkukeppninni í nóvember. „Þetta er mótið sem ég vann með Santos 2009 og 2010. Þá var Marta kölluð heim frá Svíþjóð, Cristiane var kölluð heim og ég verð örugglega ekki eini leikmaðurinn sem kem aftur til Brasilíu til að spila í þeirri keppni," segir Þórunn Helga sem hafði lofað Vitoria í ársbyrjun að taka þátt í því verkefni. Það verði hennar síðasti mánuður í Brasilíu í bili að minnsta kosti. „Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi í Brasilíu. Ég hef velt fyrir mér í lok hvers árs hvort ég ætti ekki að fara segja þetta gott. Það er svo langt heim og spurning um að færa sig nær Evrópu. Svo hafa þjálfarinn og stjórnin alltaf sannfært mig um að vera lengur," segir Þórunn Helga sem mun æfa með kvennaliði KR í sumar. „Ég hef talað við Jón Þór, þjálfara KR, um að æfa með þeim á meðan ég er á landinu. Ég spilaði með þeim í gamla daga. Það er langt síðan ég hef verið heima um sumar. Ég fór á KR Valur í gær og það er gaman að vera aðeins komin inn í þetta aftur eftir langa fjarveru," segir Þórunn Helga sem ætlar að vera í toppstandi fyrir landsleikina í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum. Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu. „Ég er orðin 27 ára og langaði að taka eitt tímabil í einni af sterkustu deildum Evrópu. Þetta var mjög erfið ákvörðun og eftir tvo daga á Íslandi er ég strax farin að sakna Brasilíu. Ég vissi að það yrði alltaf erfitt að fara þaðan," segir Þórunn Helga en deildakeppninni hjá Vitoria er nýlokið. „Stelpurnar í liðinu færðu sig yfir til Sao Paulo sem er eina fylkið þar sem almennileg deildakeppni er í gangi núna. Stelpurnar dreifðust á liðin en keppnin þar er byrjuð. Ég þurfti að hugsa minn gang hvort ég vildi gera það sama en það voru fullt af liðum í boði." Hólmfríður mælti með AvaldsnesÞórunn Helga segir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hvatt hana til þess að ganga til liðs við Avaldsnes. „Svo byrjaði Fríða að drita á mig tölvupóstum og talandi um Avaldsnes ákvað ég að íhuga það. Svo fór það allt af stað og gerðist mjög hratt. Mér leist á endanum mjög vel á þetta," segir Þórunn Helga og nefnir að Hólmfríður beri norska félaginu vel söguna. „Fríða segir félagið vera með mikinn metnað og góða stjórn. Liðið er í efsta sæti, stefnir á að komast upp sem er mjög raunhæft markið. Þá tæki ég tímabil í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári," segir Þórunn sem verður á Íslandi til 22. júlí. Þá flýgur hún til Noregs en fyrsti leikur Avaldsnes eftir sumarfrí er 11. ágúst. Þangað til má Þórunn Helga ekki spila með liðinu enda félagaskipaglugginn lokaður. Snýr aftur til Brasilíu í mánuðÞórunn Helga samdi við Avaldsnes út árið 2013 en þó með ákvæði í samningnum um að fá að spila með Vitoria í Suður-Ameríkukeppninni í nóvember. „Þetta er mótið sem ég vann með Santos 2009 og 2010. Þá var Marta kölluð heim frá Svíþjóð, Cristiane var kölluð heim og ég verð örugglega ekki eini leikmaðurinn sem kem aftur til Brasilíu til að spila í þeirri keppni," segir Þórunn Helga sem hafði lofað Vitoria í ársbyrjun að taka þátt í því verkefni. Það verði hennar síðasti mánuður í Brasilíu í bili að minnsta kosti. „Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi í Brasilíu. Ég hef velt fyrir mér í lok hvers árs hvort ég ætti ekki að fara segja þetta gott. Það er svo langt heim og spurning um að færa sig nær Evrópu. Svo hafa þjálfarinn og stjórnin alltaf sannfært mig um að vera lengur," segir Þórunn Helga sem mun æfa með kvennaliði KR í sumar. „Ég hef talað við Jón Þór, þjálfara KR, um að æfa með þeim á meðan ég er á landinu. Ég spilaði með þeim í gamla daga. Það er langt síðan ég hef verið heima um sumar. Ég fór á KR Valur í gær og það er gaman að vera aðeins komin inn í þetta aftur eftir langa fjarveru," segir Þórunn Helga sem ætlar að vera í toppstandi fyrir landsleikina í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum.
Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira