Innlent

Breivik kvartar undan mannréttindabrotum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik ásamt lögmanni sínum.
Anders Behring Breivik ásamt lögmanni sínum. Mynd/ AFP.
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik sendi á dögunum kvörtunarbréf til fangelsismálastofnunarinnar í Noregi. Ástæðan er sú að hann telur að mannréttindi séu brotin á sér. Hann er ennþá í einangrunarvist í Ila fangelsinu og verður þar áfram. Breivik er ósáttur við einangrunina og vill til dæmis fá að senda bréf úr fangelsinu. Breivik var í sumar fundinn sekur um að hafa myrt 77 manns í Útey fyrir rúmu ári síðan.

Breivik staðhæfir að einangrunin, sem hann hefur sætt í fimmtán mánuði, brjóti gegn norsku stjórnarskránni, Mannréttindasáttmála Evrópu, og bókun Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum.

Hann telur að það brjóti gegn mannréttindum að hann fái ekki að senda og móttaka þau bréf sem hann vill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×