Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi 15. júní 2012 04:30 Óvissa um þinglok eykur álag Á skrifstofu Alþingis starfa 120 manns sem þurfa margir hverjir að laga frítíma sinn og sumaráætlanir að óútreiknanlegum vinnutíma þingsins.Fréttablaðið/GVA „Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30