Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn 1. apríl 2012 13:00 Sigurður Ólafsson náði þessari mynd af selnum. Unnið verður að því að fanga dýrið eftir helgi. „Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is. Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is.
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira