Stefnt er að því að allar lyftur í Skálafelli verði opnar í dag. Skíðadeild KR hefur náð samningum við stjórn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Skálafells það sem eftir lifir vetrar.
„Skíðadeild KR býður í kaffi og kakó auk þess sem frítt verður í lyfturnar fyrir yngri en 12 ára í boði Mosfellsbæjar," segir Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíðadeildarinnar.
Hún getur þess að fjallið sé pakkað af snjó. Langt sé síðan jafnmikill snjór hafi verið á svæðinu.- ibs
Opna á lyftur Skálafells í dag
