Viðskipti innlent

Skattabreytingarnar farnar að hamla endurreisn efnahagslífsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta eru það miklar breytingar að það er erfitt að henda reiður á þeim, jafnvel fyrir skattasérfræðinga," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Í nýrri samantekt Viðskiptaráðs er fullyrt að 100 breytingar hafi verið gerðar á skattkerfinu á undanförnum misserum, annað hvort með hærri sköttum eða nýjum sköttum. Finnur segir að það sé vel þess virði að fá Íslendinga til að velta því fyrir sér hvert umfang skattheimtu er orðið og auka skattavitund.

Finnur sagði mikilvægt að skattkerfið væri þannig hannað að það væri hvati fyrir fólk að leggja sig fram í vinnunni, sýna framtakssemi og sjálfsbjargarviðleitni, taka hóflega áhættu með því að stofna til atvinnurekstrar og skapa störf og síðast en ekki síst halda neyslu og tekjum ofanjarðar.

„Það sem við horfum á núna er að hvatarnir sem þetta breytta skattkerfi býr fólki og fyrirtækjum eru orðnir óheilbrigðir uppbyggingu og endurreisn hagkerfisins að einhverju leyti," sagði Finnur.

Meira um málið í Reykjavík síðdegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×