Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2012 19:45 Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. Það heitir Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., eða VHE. Meginverkefnið er að viðhalda tækjum og vélbúnaði álveranna á Reyðarfirði og í Straumsvík og fyrir austan fundum við það í húsunum með bláu þökunum við hlið álvers Fjarðaáls. Þegar menn heyra nafn fyrirtækisins dettur sennilega mörgum í hug lítið verkstæði í skemmu í einhverju iðnaðarhverfinu. Starfsmannafjöldinn og umsvifin eru hins vegar slík að á íslenskan mælikvarða telst þetta vera eitt af stórfyrirtækjum landsins. Það er með 160 starfsmenn á Austurlandi og annað eins í Hafnarfirði, einkum faglærða menn eins og rafvirkja, vélvirkja, vélstjóra, tæknifræðinga, smiði og suðumenn. Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, segir að þetta séu orðin hálaunastörf og mjög góður iðnaður. Í næsta mánuði bætist við ný kersmiðja Fjarðaáls, sem vélaverkstæðið hefur tekið að sér að reka, og þá fjölgar starfsmönnum VHE upp í 350. Guðgeir segir að fyrirtækið vanti bæði stálsmiði og vélvirkja en hörgull sé á slíkum starfsmönnum á Íslandi. Þeir halda lager fyrir álverin og selja þeim rekstrarvörur, eins og handverkfæri, skautgaffla, tjakka og slöngur. Þeir hanna jafnframt og smíða sérhæfð tæki fyrir álverin og hefur það leitt til útflutnings til álvera erlendis. Guðgeir segir fyrirtækið farið að flytja út þónokkuð af slíkum vélbúnaði. Sá geiri eigi eftir að stækka enda leggi fyrirtækið áherslu á útflutninginn. VHE er einnig í verkefnum utan álveranna, eins og fasteignarekstri á Austurlandi og brúarsmíði fyrir Vegagerðina. Guðgeiri finnst sem margir átti sig ekki á umsvifunum sem fylgi álverunum á Íslandi. Fólk úti á landi, og sérstaklega á Austurlandi, geri sér þó fullkomlega grein fyrir þessu. "En ég er hræddur um að fólk í 101 átti sig ekki alveg á þessu hvað þetta er rosalega öflug og mikil starfsemi og mikil innspýting inn í þjóðarbúið. Og þetta hefur verið rosaleg innspýting fyrir Austurland," segir Guðgeir Sigurjónsson. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. Það heitir Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., eða VHE. Meginverkefnið er að viðhalda tækjum og vélbúnaði álveranna á Reyðarfirði og í Straumsvík og fyrir austan fundum við það í húsunum með bláu þökunum við hlið álvers Fjarðaáls. Þegar menn heyra nafn fyrirtækisins dettur sennilega mörgum í hug lítið verkstæði í skemmu í einhverju iðnaðarhverfinu. Starfsmannafjöldinn og umsvifin eru hins vegar slík að á íslenskan mælikvarða telst þetta vera eitt af stórfyrirtækjum landsins. Það er með 160 starfsmenn á Austurlandi og annað eins í Hafnarfirði, einkum faglærða menn eins og rafvirkja, vélvirkja, vélstjóra, tæknifræðinga, smiði og suðumenn. Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi, segir að þetta séu orðin hálaunastörf og mjög góður iðnaður. Í næsta mánuði bætist við ný kersmiðja Fjarðaáls, sem vélaverkstæðið hefur tekið að sér að reka, og þá fjölgar starfsmönnum VHE upp í 350. Guðgeir segir að fyrirtækið vanti bæði stálsmiði og vélvirkja en hörgull sé á slíkum starfsmönnum á Íslandi. Þeir halda lager fyrir álverin og selja þeim rekstrarvörur, eins og handverkfæri, skautgaffla, tjakka og slöngur. Þeir hanna jafnframt og smíða sérhæfð tæki fyrir álverin og hefur það leitt til útflutnings til álvera erlendis. Guðgeir segir fyrirtækið farið að flytja út þónokkuð af slíkum vélbúnaði. Sá geiri eigi eftir að stækka enda leggi fyrirtækið áherslu á útflutninginn. VHE er einnig í verkefnum utan álveranna, eins og fasteignarekstri á Austurlandi og brúarsmíði fyrir Vegagerðina. Guðgeiri finnst sem margir átti sig ekki á umsvifunum sem fylgi álverunum á Íslandi. Fólk úti á landi, og sérstaklega á Austurlandi, geri sér þó fullkomlega grein fyrir þessu. "En ég er hræddur um að fólk í 101 átti sig ekki alveg á þessu hvað þetta er rosalega öflug og mikil starfsemi og mikil innspýting inn í þjóðarbúið. Og þetta hefur verið rosaleg innspýting fyrir Austurland," segir Guðgeir Sigurjónsson.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira