Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr.
Það bendir allt til þess að Arsenal fari í gegnum þetta tímabil án þess að vinna titil sem yrði þá sjöunda tímabilið í röð.
Stjórnarfundur mun fara fram hjá Arsenal á fimmtudaginn og er búist við að stjórnin taki þá ákvörðun að veita miklu fjármagni til þess að styrkja leikmannahóp liðsins.
Arsenal tapaði 4-0 á útivelli gegn AC Milan í Meistaradeildinni s.l. miðvikudag og staðan nánast vonlaus fyrir síðari leikinn sem fram fer í London.
Samningur Wenger rennur út eftir keppnistímabilið 2014. Enskir fjölmiðlar greina frá því að eftirtaldir leikmenn séu á óskalistanum hjá Wenger; Mario Goetze, Lukas Podolski, Eden Hazard og Matias Suarez.
Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti


„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti


