Þrjú hundruð tillögur um nýtt nafn á Ísland BBI skrifar 18. september 2012 10:23 Tillögurnar hrannast inn. Mynd/ vefur Íslandsstofu Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. „Það stendur alls ekki til að breyta nafninu á landinu eða fara að kynna það undir nýju nafni," segir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. „Við erum bara að leika okkur með hugmyndina „hvað ef ...". Við erum hér með land sem heitir Ísland. Nafnið er kannski ekkert rosalega lýsandi fyrir landið sjálft. Hvað ef þú fengir tækifæri til að nefna það upp á nýtt. Hvernig myndi fólk lýsa tilfinningum sínum til landsins í einu orði," segir Sveinn. Samkeppni Íslandsstofu hófst fyrir helgi. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa og bara yfir helgina hafa um þrjú hundruð tillögur skilað sér inn á vef Íslandsstofu. Þar er tillagan Niceland einna algengust.Fleiri tillögur.Mynd/vefur ÍslandsstofuSveinn útskýrir að uppsetningin á öllum hugmyndunum byggi á nafninu Ísland. Þannig verða hugmyndirnar t.d. orðaðar í þessum dúr: Iceland is my Niceland. „Þannig að nafnið Ísland verður alltaf í forgrunni," segir Sveinn. „Og þetta er fyrst og fremst landkynning fyrir Ísland." Nokkrar bestu tillögurnar verða notaðar á plaköt í vetur meðan samkeppnin stendur yfir, fyrst og fremst til að kynna sjálfan leikinn. Þegar upp verður staðið mun ein tillagan verða valin sem sú besta. Hún verður þó ekki notuð framvegis í markaðsstarf fyrir landið. „Samkeppnin snýst um að hafa gaman og skapa umræðu en ekki finna nýtt nafn fyrir landið okkar," segir Sveinn. Tengdar fréttir Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52 "Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. „Það stendur alls ekki til að breyta nafninu á landinu eða fara að kynna það undir nýju nafni," segir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. „Við erum bara að leika okkur með hugmyndina „hvað ef ...". Við erum hér með land sem heitir Ísland. Nafnið er kannski ekkert rosalega lýsandi fyrir landið sjálft. Hvað ef þú fengir tækifæri til að nefna það upp á nýtt. Hvernig myndi fólk lýsa tilfinningum sínum til landsins í einu orði," segir Sveinn. Samkeppni Íslandsstofu hófst fyrir helgi. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa og bara yfir helgina hafa um þrjú hundruð tillögur skilað sér inn á vef Íslandsstofu. Þar er tillagan Niceland einna algengust.Fleiri tillögur.Mynd/vefur ÍslandsstofuSveinn útskýrir að uppsetningin á öllum hugmyndunum byggi á nafninu Ísland. Þannig verða hugmyndirnar t.d. orðaðar í þessum dúr: Iceland is my Niceland. „Þannig að nafnið Ísland verður alltaf í forgrunni," segir Sveinn. „Og þetta er fyrst og fremst landkynning fyrir Ísland." Nokkrar bestu tillögurnar verða notaðar á plaköt í vetur meðan samkeppnin stendur yfir, fyrst og fremst til að kynna sjálfan leikinn. Þegar upp verður staðið mun ein tillagan verða valin sem sú besta. Hún verður þó ekki notuð framvegis í markaðsstarf fyrir landið. „Samkeppnin snýst um að hafa gaman og skapa umræðu en ekki finna nýtt nafn fyrir landið okkar," segir Sveinn.
Tengdar fréttir Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52 "Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52
"Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30